Efnistök Týspistla ársins voru fjölbreytt, enda árið viðburðaríkt. Eftirfarandi eru 1. til 5. mest lesnu pistlarnir.

1. Fimm kúlur á mánuði
Gunnar Smári Egilsson sósíalisti talaði fyrir sniðgöngu Haga og átaldi Finn Árnason forstjóra fyrir um 5 milljóna króna mánaðarlaun. Samkvæmt ársreikningum fjölmiðlaveldisins Dagsbrúnar var Gunnar hinsvegar sjálfur með um 5 milljónir að núvirði þegar hann stýrði því.

2. Heilög Greta
Týr sagði klerka Þjóðkirkjunnar ljóslega hafa hrifist af opinberunum Gretu af Thunberg þegar þeir kröfðust þess að stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi vegna loftslagsmála, þrátt fyrir að ætla mætti að þeir hefðu einstaka sögulega yfirsýn yfir áreiðanleika dómsdagsspádóma og speki barnamessíasa.

3. Enginn riddari sannleikans
Týr sagði Ragnar Þór Ingólfsson formann VR vera á góðri leið með að útrýma eigin trúverðugleika fyrir fullt og allt með þeirri gölnu staðhæfingu að hægt væri að byggja íbúð á 6 milljónir. Hann væri enginn réttari sannleikans þrátt fyrir að vera riddari réttsýninnar.

4. Áfallasaga
Týr líkti aðferðafræði rannsakenda við Háskóla Íslands – sem kölluðu eftir því að konur færu inn á tiltekinn vef og gæfu upplýsingar, sem notaðar yrðu í rannsókninni – við skoðanakannanir útvarpsstöðvarinnar útvarps Sögu. Vísindamenn frá æðstu menntastofnun þjóðarinar gætu ekki látið slíkt frá sér fara án viðeigandi fyrirvara, og varla með þeim heldur.

5. Namherjamálið
Á sama tíma og Týr sagðist treysta því að á Samherjamálinu yrði tekið af fullri alvöru af viðeigandi yfirvöldum, sagði hann afleiðingar hugmynda á borð við kyrrsetningu allra eigna útgerðarfélagsins geta verið hrikalegar. Fráleitust af öllum væri þó sú hugmynd að í ljósi málsins þyrfti nýja stjórnarskrá.