Margrét Tryggvadóttir forstjóri fjarskiptafélagsins Nova – sem hefur almennt frumútboð á hátt í helming hlutafjár síns í fyrramálið – segir hagnýtingu nýjustu tækni til að nýta öfluga innviði félagsins til fulls hafa gefist vel og muni spila enn stærra hlutverk á næstunni fari fram sem horfir. Félagið stendur nú á tímamótum eftir hálfan annan áratug á markaði sem tekið hefur gríðarlegum stakkaskiptum í millitíðinni. 3G-tæknin var enn í startholunum þegar Nova leit dagsins ljós í árslok 2007 og þjónustan sömuleiðis. Í dag eru fleiri farsímakort en íbúar hér á landi og útlit er fyrir enn hraðari fjölgun á næstunni.

Nova hefur að sama skapi vaxið og þroskast mikið, frá 10 þúsund viðskiptavinum í farsímaþjónustu í yfir 160 þúsund, auk 22 þúsund heimila og 7 þúsund fyrirtækja. Þann 21. júní verður félagið svo formlega skráð á aðalmarkað Kauphallarinnar að undangengnu frumútboði dagana 3. til 10. júní þar sem á bilinu 37 til 45 prósent hlutafjár þess verða seld.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði