*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 15. júní 2021 17:31

Opna nýtt hótel í Hafnarfirði

Þór Bæring og Bragi Hinrik Magnússon standa að baki opnun nýs 71 herbergja hótels í Hafnarfirði.

Ritstjórn
Þór Bæring Ólafsson og Bragi Hinrik Magnússon.
Eyþór Árnason

Þór Bæring Ólafsson og Bragi Hinrik Magnússon sem reka ferðaskrifstofuna Komdu með munu á fimmtudaginn opna nýtt hótel við Reykjavíkurveg 72 í Hafnarfirði.

Á hótelinu eru 71 herbergi og þá verður einnig starfræktur bar á hótelinu. Hótelið er rúman hálftíma frá Keflavíkurflugvelli og er margskonar þjónustu að finna í nærumhverfi þess. Þeir félagar eru ekki óvanir hótelrekstri en árið 2017 opnuðu þeir Hótel Hellisgerði við Bæjarhraun 4 í Hafnarfirði eins og Viðskiptablaðið sagði frá á sínum tíma.

Tæp tvö ár eru síðan að þeir opnuðu ferðaskrifstofuna Komdu með en áður höfðu þeir spilað lykilhlutverk hjá Gaman ferðum áður en fyrirtækið hætti rekstri en Wow air átti helmingshlut í því félagi.

Áður var Hótel Norðurey rekið í húsnæðinu en því var lokað eftir að heimsfaraldurinn hófst á síðasta ári.