Far­þegar PLAY voru 128.894 talsins í maí mánuði, sem er met­fjöldi en aldrei hafa fleiri flogið með fé­laginu í einum mánuði, sam­kvæmt til­kynningu frá flug­fé­laginu.

„Far­þegum fjölgaði um 26% á milli mánaða, en í apríl voru þeir 102.499 talsins. Sæta­nýtingin í maí nam 85% og 87,3% af flug­ferðum fé­lagsins í maí voru á á­ætlun. Þessi töl­fræði telst mjög já­kvæð, sér­stak­lega í ljósi þess að maí felur iðu­lega í sér nokkra á­skorun fyrir flug­fé­lög. Á meðan unnið er að því að skala upp starf­semina fyrir sumar­ver­tíðina er eftir­spurn alla jafna ekki tekin við sér að fullu. Sumar­frí eru til dæmis ekki hafin í maí að miklu marki,“ segir í til­kynningunni.

Á sama tíma fyrra flutti Play 56.601 far­þega og sæta­nýting nam 69,6%.

Hér er um að ræða tvö­földun á far­þega­fjölda í sama mánuði á milli ára.

Flogið var til 26 á­fanga­staða í maí, saman­borið við sau­tján á­fanga­staði á sama tíma í fyrra.

„Sólar­landa­á­fanga­staðir voru á­fram mjög vin­sælir og sá mark­verði árangur náðist í flugi til Lundúna, Kaup­manna­hafnar, Parísar, Boston og Ber­línar, að sæta­nýting nam þar vel yfir 90 prósentum,“ segir í yfir­lýsingu.

Af öllum far­þegum sem flugu með PLAY í mánuðinum voru 27% á leið frá Ís­landi, 25% á leið til landsins og 48% voru tengi­far­þegar.

Sér­stak­lega sterk eftir­spurn er eftir flug­ferðum frá Banda­ríkjunum til Evrópu og eru verð á far­miðum um­tals­vert hærri en í fyrra á þeim markaði.

Hliðar­tekjur fé­lagsins héldu einnig á­fram að aukast í maí.

„Hliðar­tekjur að meðal­tali á hvern far­þega hafa aldrei verið meiri í einum mánuði, en meðal­tal hliðar­tekna hefur vaxið um 28% frá því í maí í fyrra. Nokkrir þættir stuðla að þessari já­kvæðu þróun, meðal annars um­bætur á bókunar­vef og á­herslu­breytingar í sölu- og dreifingar­ferlinu. Talið er að þessir þættir muni hafa enn já­kvæðari á­hrif á næstu mánuðum sem bendir til enn meiri tekju­vaxtar.“

Annar árs­fjórðungur fer vel af stað, af­koma apríl­mánaðar var um­fram væntingar stjórn­enda fé­lagsins og horfur til næstu mánaða eru góðar. Í byrjun júní mætir fé­lagið til leiks með heil­brigðan vöxt í meðal­tekjum á far­þega og stór bætta sæta­nýtingu, sem er fimm­tán prósentu­stigum hærri en í júní í fyrra.

Yfir­slýsing Birgis Jóns­sonar, for­stjóri PLAY:

„Maí var fínn mánuður fyrir PLAY og við kættumst mjög við að slá met okkar fyrir fjölda far­þega í einum mánuði. Sæta­nýting upp á 85% sýnir síðan enn frekar fram á sterka stöðu okkar í maí, sem er yfir­leitt flókinn mánuður enda eftir­spurn yfir­leitt ekki orðin ýkja sterk fyrir sumarið. Ofan á þessa góðu töl­fræði bætist sá stóri á­fangi að við höfum tekið við glæ­nýrri A321neo flug­vél, þannig að A320neo-floti okkar telur nú tíu vélar. Í dag státum við því af yngsta flug­véla­flota nokkurs flug­fé­lags í Evrópu. Sú stað­reynd skapar þýðingar­mikið for­skot hjá fé­laginu; við­halds­kostnaður er mun lægri, olíu­nýting betri og þægindi við­skipta­vina í vélunum eru mikil. Á síðustu vikum höfum við verið að taka við miklum fjölda nýrra starfs­manna og starfs­liðið í heild telur nú um 550 metnaðar­fulla og fag­lega ein­stak­linga sem eru spenntir að sýna heiminum hvað í okkur býr.

Það gleður okkur að geta sagt frá auknum hliðar­tekjum. Þær hafa aldrei verið hærri að meðal­tali á hvern far­þega í einum mánuði. Ef maí er borinn saman við sama mánuð árið 2022, erum við að tala um 28% aukningu. Þetta er tekju­lind sem okkur láðist að full­nýta í fyrra af ýmsum á­stæðum og það er því mikið á­nægju­efni að sjá átak og fjár­festingu á þessu sviði skila svona góðum árangri.

Við erum býsna bjart­sýn nú þegar við horfum fram á veginn. Annar árs­fjórðungur lofar góðu og apríl fór fram úr væntingum okkar. Sterk eftir­spurn sem við finnum vel fyrir og heil­brigður tekju­vöxtur eru bæði já­kvæð teikn fyrir sumar­ver­tíðina og árið allt. Tíu véla flotinn sem nú hefur allur verið tekinn í gagnið gerir okkur kleift að skala starf­semina á sem hag­kvæmastan hátt. Í þeim mikla vaxtarfasa sem fé­lagið hefur verið í undan­farin tvö ár hefur grunn­kostnaður verið til­tölu­lega hár miðað við þær tekjur sem sex flug­vélar geta aflað. Sá tími er nú að baki og með tíu flug­vélum náum við náttúru­legra jafn­vægi á milli kostnaðar og tekna.

Við kunnum vel að meta stuðning og traust far­þega okkar í garð fé­lagsins og við erum á­fram stað­ráðin í að veita þeim á­vallt fram­úr­skarandi þjónustu á frá­bæru verði. Mig langar að þakka öllu teyminu hjá PLAY fyrir magnað fram­lag þeirra.“