Afhverju eru Íslendingar ekki að sækja um ESB nýsköpunarstyrki sem eru skilgreindir sem stærri nýsköpunarsjóðir?  Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka Iðnaðarins, fékk þessa spurningu í fyrsta nýsköpunarhádegi Klaks innovits síðastliðinn þriðjudag.

Svana segir að Nýsköpunarmiðstöð verði að hjálpa nýjum nýsköpunarfyrirtækjum að sækja um styrki enda sé umsóknarferlið langt og strangt.

Á fundinum sagði Svana einnig að koma þyrfti af stað samtali við stjórnvöld um hvað þyrfti að laga varðandi rekstur fyrirtækja hér á landi. Þá sagði hún fjárlögin ekki vera til þess að auðvelda fyrirtækjum að vaxa.