Laxman Narasimhan hefur formlega tekið við sem nýr forstjóri alþjóðlegu kaffihúsakeðjunnar Starbucks.

Hann tekur við keflinu af Howard Schultz sem hafði tímabundið gegnt stöðu forstjóra frá því í apríl í fyrra, en Schultz hefur starfað hjá Starbucks í rúma fjóra áratugi.

Laxman Narasimhan
Laxman Narasimhan

Narasimhan, sem átti upphaflega að taka við þann 1. apríl næstkomandi, stýrði aðalfundi félagsins síðastliðinn fimmtudag.

Tilkynnt var um ráðningu Narasimhan í september í fyrra, en hann starfaði áður sem forstjóri breska hreinlætis- og heilsuframleiðandans Reckitt Benckiser Group PLC. Þar áður var hann viðskiptastjóri hjá PepsiCo.