*

þriðjudagur, 2. júní 2020
Innlent 28. mars 2020 14:22

Sveitarfélög byggi upp

SÍS segir óheppilegt að sveitarfélög njóti ekki endurgreiðslu vegna nýbygginga og viðhalds samkvæmt aðgerðaráætlun stjórnvalda.

Ritstjórn
Aldís Hafsteinsdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Aðsend mynd

Farið er yfir allar aðgerðir sem boðaðar hafa verið vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirunnar SARS-CoV-2 veirunnar, sem veldur Covid 19 sjúkdómum, sem dreifst hefur út um heimsbyggðina frá upprunalandinu Kína síðustu mánuði, í Viðskiptablaðinu í gær.

Í viðbrögðum helstu hagsmunaaðila við aðgerðaráætlun stjórnvalda í efnahagsmálum til að bregðast við áhrifum útbreiðslu kennir ýmissa grasa.

Má þar nefna:

Samband íslenskra sveitarfélaga, sem og fjöldi stakra sveitarfélaga sem sendu inn sjálfstæða umsögn, telur að nauðsynlegt sé að liðka fyrir því að sveitarfélög geti ráðist í framkvæmdir.

Meðal annars sé 20 milljarða króna þörf í viðhaldi á fráveitukerfum og uppbyggingu snjóflóðagarða sé ekki lokið.
Óheppilegt sé síðan að sveitarfélög njóti ekki, samkvæmt frumvarpinu, endurgreiðslu á virðisaukaskatti til nýbygginga og viðhalds. Aldís Hafsteinsdóttir er formaður SÍS.