Bankasýslu ríkisins hefur borist tilkynning frá Kaupskilum ehf., dótturfélagi Kaupþings ehf., þess efnis að félagið ætli að nýta sér kauprétt á 13% hlut ríkisins í Arion banka hf. í samræmi við ákvæði hluthafasamkomulags, sem gert var 3. september 2009 á milli Arion banka hf., Kaupskila ehf. og fjármálaráðuneytisins fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands.

Í tilkynningu Kaupskila ehf. kemur fram að kaupverðið nemi 23,4 milljörðum króna. Bankasýsla ríkisins mun nú taka tilkynningu félagsins til skoðunar í samræmi við lög nr. 88/2009 um Bankasýslu ríkisins og lög nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í morgun keypti Arion banki 9,5% hlut í Kaupskilum á 17,1 milljarð króna, sem er 90,087 krónur á hlut, en það er sama verð og Kaupskil fer fram á að kaupa hlut ríkisins á, en kaup Arion banka á hlutnum frá Kaupskilum er háð því að Kaupskil geti nýtt sér kaupréttinn á hlut ríkisins.

Fleiri fréttir um málefni Arion banka: