Viðskiptablaðið skrifaði fjöldan allan af fréttum um fjármálahlið íþróttaheimsins á árinu 2016. Hér að neðan eru fimm mest lesnu fréttir ársins á vb.is í þessum flokki.

5. Sex sem gætu orðið stjörnur á EM

Viðskiptablaðið skoðaði sex knattspyrnumenn sem gátu orðið stórstjörnur á EM 2016. Meðal þeirra voru Gylfi Þór Sigurðsson og Dimitri Payet.

4. Dýrustu 30 sekúndur í Bandaríkjunum

Þrjátíu sekúndna auglýsing á CBS sjónvarpsstöðinni bandarísku meðan á úrslitaleiknum í NFL deildinni stóð kostaði um fimm milljónir dala, andvirði um 650 milljóna íslenskra króna, samkvæmt frétt Forbes.

3. Innrásin í Kína

Þrír íslenskir knattspyrnumenn sem gengu til liðs við kínversk félög á árinu 2015 voru allir á meðal sex launahæstu íslensku knattspyrnumannana það ár.

2. Skammast sín fyrir Laugardalsvöll

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, sagðist í samtali við áramótablað Viðskiptablaðsins skammast sín fyrir Laugardalsvöll. Sagðist hann hafa ferðast víða með landsliðinu og að aðstæðan á Laugardalsvelli væri sú langlélegasta.

1. 20 launahæstu íslensku atvinnumennirnir

Í síðasta áramótablaði Viðskiptablaðsins var farið yfir 20 launahæstu íslensku atvinnumennina í íþróttum árið 2015. Á toppnum var knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson með 480 milljónir króna í árslaun.