Brim hf. viðurkennir að hafa brotið lög um verðbréfaviðskipti þegar félagið birti ekki innherjaupplýsingar, eins og fljótt og auðið var, líkt og áskilið er í lögunum. Brotið átti átti sér stað hinn 7. September 2018 þegar Brim tilkynnti opinberlega að félagið hefði gert samning um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélagsins Ögurvík. Brim viðurkenndi brotið og óskaði eftir að ljúka málinu með sátt og þann 10 júlí sl. gerði Brim og Fjármálaeftirlitið með sér sátt sem kveður á um að Brim greiði 8,2 milljónir króna í sekt.

Málsatvik eiga sér lengri sögu sem rekja má til vormánaða 2018 þegar kaup Brims á Ögurvík hófust en kaupin fólu í sér þrepaskipt ferli. Þann 29. Ágúst 2018 var Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim, falið af stjórn félagsins að hefja samningaviðræður um kaupin. Í lýsingu á málsatvikum segir að á þeim tímapunkti uppfylltu upplýsingarnar skilyrði laga um innherjaupplýsingar. Brim birti hins vegar hvorki innherjaupplýsingarnar, né tók ákvörðun um að fresta birtingu þeirra, fyrr en 7. september 2018.

Brotið varðar 1. Mgr. 122. Gr. laga nr. 108/2007 sem kveða á um að útgefanda fjármálagerninga, sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði, eða verslað er með á markaðstorgi fjármálagerninga, að birta almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu allar þær innherjaupplýsingar sem varða hann eins og fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli.

Brotið á þessu geta varðað stjórnvaldssektum sem geta numið frá 500.000 krónum til 800 milljóna króna, en geta þó verið hærri eða allt að 10% af heildarveltu samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var litið til þess að markmið reglna um upplýsingaskyldu er að vernda trúverðugleika markaðarins og hagsmuni fjárfesta. Reglunum er ætlað að stuðla að trausti til markaðarins með því að tryggja að fjárfestum sé ekki mismunað og að þeim sé tryggður jafn aðgangur að upplýsingum. Sektarfjárhæðin tók ennfremur mið af tímalengd brotsins.

„Með hliðsjón af eðli og umfangi brots, atvikum máls að öðru leyti, veltu málsaðila og að teknu tilliti til þess að málinu er lokið með sátt við upphaf athugunar, er sektarfjárhæð talin hæfilega ákveðin 8.200.000 krónur,“ segir í samkomulagi FME og Brims.

Fleiri fréttir um málefni HB Granda og Brim: